Grettisgötu 89
105 Reykjavik
Ísland

525-8330
sameyki@sameyki.is
6202690-3449

16. janúar 2024

Samninganefndir fræddust um samningatækni

Dr. Aldís G. Sigurðardóttir ræðir við þátttakendur.

Samninganefndir Sameykis sóttu námskeið í samningatækni í gær sem þótti áhugavert fyrir komandi kjarasamningaviðræður. Námskeiðið var vel sótt og setið var í hverju sæti. Dr. Aldís G. Sigurðardóttir, lektor við viðskiptadeild Háskólans í Reykjavík, sá um að fræða samninganefndirnar í félagamiðstöðinni í BSRB-húsinu. Dr. Aldís er sérfræðingur í samningatækni og starfaði áður við Háskólann í Twente í Hollandi þar sem hún rannsakaði hegðun samningamanna og kenndi þau fræði sem og önnur viðskiptatengd fög. Í Twente þróaði hún námslínu á meistarastigi í samningatækni og stýrði því námi við háskólann. 

Rannsóknaráhugi Aldísar snýr fyrst og fremst að hegðun samningamanna og hvaða hegðun sé vænlegust til árangurs í samningum. Að auki hefur hún hefur starfað sem aðstoðarsáttasemjari hjá embætti Ríkissáttasemara frá byrjun árs 2021.

 

Á námskeiðinu voru þátttakendur fengnir til að svara 30 spurningum og unnið var úr niðurstöðum þeirra svara, þau greind og ályktanir dregnar út frá þeim. Spurningarnar voru fjölbreyttar og sniðnar að því að fá persónulegar niðurstöður hvernig hægt væri að hagnýta sér þá vitneskju sem fram komu úr svörum þátttakenda. Lögð var áhersla að svara könnuninni út frá persónulegri skoðun án þess að ræða við aðra. Gætt var að friðhelgi og allar nauðsynlegar ráðstafanir voru gerðar til þess að gæta að fullri vernd á persónuupplýsingum fólks. Aldís gaf hverju og einu innsýn í hvernig samningafólk viðkomandi er – styrki þess og veikleika.

Mikil ánægja var meðal þátttakenda með það að geta speglar sjálft sig með þessum hætti og séð hvar styrkleikar þess liggja, en líka hvað mætti betur fara hjá samningafólki.

Námskeiðið stóð yfir frá kl. 10:00-15:00 með matar- og kaffihléum. Meðal þeirra þátta sem farið var yfir má nefna; undirbúningur fyrir samningagerð, hegðun samningafólks og tenging hegðunar við niðurstöður samninga, nálgun og orðaval, líkamstjáning og samskipti, skilvirk hlustun, úrlausn deilumála, aðferðir sem notaðar eru til að eiga við „erfiða samningamenn“, tilfinningar í samningaviðræðum, samningastíll o.m.fl. Loks var gerð samantekt og almenn endurgjöf veitt. Námskeiðinu lauk svo með góðum og skemmtilegum umræðum.