Grettisgötu 89
105 Reykjavik
Ísland

525-8330
sameyki@sameyki.is
6202690-3449

31. janúar 2024

Skemmtileg og fjölbreytt Gott að vita námskeið fyrir félagsfólk

Fjölbreytt námskeið eru í boði fyrir félagsfólk í Sameyki hjá Gott að vita!

Sameyki í samstarfi við Framvegis miðstöð símenntunar býður upp á námskeið og fyrirlestra á höfuðborgarsvæðinu fyrir félagsmenn þeim að kostnaðarlausu. Viðburðir á vorönn verða flestir í húsi, ýmist hjá Framvegis Borgartúni 20, eða víðs vegar um höfuðborgarsvæðið. En nokkrir viðburðir verða á netinu og fá þátttakendur senda krækju á viðburði þegar nær dregur. Þau sem ekki eru vön fjarnámi eru hvött til að hafa samband við Framvegis og fá leiðbeiningar áður en viðburður sem þau skrá sig á hefst. Fræðsla verður um súrkálsgerð, kimchigerð, jákvæða sálfræði og yoga nidra, hinseginleikann, lífeyrismál, fluguhnýtingar, svefn ungbarna, fléttur og snúðar fyrir óvana og páskaeggjagerð svo eitthvað sé nefnt.

Nánari upplýsingar og skráning hér.

 

Norðurland – Vestfirðir - Vesturland
Einnig býður Sameyki í samstarfi við Farskóla Norðurlands vestra, Símey, Fræðslumiðstöð Vestfjarða, og fleiri stéttarfélög upp á fyrirlestra og námskeið. Þar má nefna námskeiðin Eldfjallafræði á mannamáli, 360 gráðu heilsa, Personal Finance: How to Manage Your Money in Any Situation, ADHD og daglegt líf, Prjónanámskeið, Skrifað frá hjartanu og ýmis FabLab námskeið svo eitthvað sé nefnt

Nánari upplýsingar og skráningu má finna á vef Sameykis hér.