Grettisgötu 89
105 Reykjavik
Ísland

525-8330
sameyki@sameyki.is
6202690-3449

15. febrúar 2024

Geðvandi helsta ástæða fjarveru á vinnumarkaði

Helena Jónsdóttir, klínískur sálfræðingur, fjallaði um geðheilsu á vinnustöðum á málþingi Velsæld á vinnustöðum í dag. Ljósmynd/BIG

Helena Jónsdóttir, klínískur sálfræðingur, fjallaði um geðheilsu á vinnustöðum á málþingi Velsæld á vinnustöðum í dag. Hún sagði að hún kæmi gjarnan inn á vinnustaði til að ræða um geðheilbrigði. Helena sagði í fyrirlesttri sínum að mjög mikilvægt væri að setja geðheilbriðigi í fókus á vinnustaðum. Að fólk þyrði að ræða um geðheilsu. Hún sagði það vera áriðandi þáttur í að skapa velsdæld á vinnustað að þora að tala um geðheilbrigði, geðheilsu, geðvanda og geðsjúkdóma á vinnustaðnum, eins og hún orðaði það á málþinginu.

Þá sagði Helena að samkvæmt rannsóknum um geðheilsu á vinnumarkaði finnur um 40 prósent fólks oft eða ávallt til streitu í vinnunni, en á sama tíma talar um 40 prósent starfsfólks ekki um líðan sína á vinnustaðnum. Auk þess væri helsta ástæða veikinda og fjarveru á vinnumarkaði vegna geðheilbrigðisvanda.

„Það er oft vegna neikvæðra viðhorfa og jafnvel fordóma fyrir geðheilsu almannt. Því þarf að breyta á vinnumarkaðnum.“ Helena gerði létta könnun og spurði yfir salinn hve margir hefðu puttabrotnað. Örfáir réttu upp hönd.

„Sko sjáið þið. Ég mynd aldrei spyrja ykkur hvort þið hafið lent í geðvanda, og ég er ekki viss um að þið mynduð kæra ykkur um að vera spurð um hvrt þið ættuð í geðvanda. Við verðum að búa til, og vinna að, stefnumótum eða geðheilsustefnu á vinnustöðunum til að breyta viðhorfum til þessa þátta í lífi fólks. Ómeðhöndlaður geðvandi er líka kostnaðarsamur fyrir stofnanir og vinnustaði,“ sagði Helena.

Hægt er að horfa á fyrirlestra á málþinginu hér.