21. febrúar 2024
Vænt og grænt
Grænt, vænt og vegan með Ylfu heitir eitt af mörgum námskeiðum sem Fræðslusetrið Starfsmennt býður félagsfólki í Sameyki upp á. Á námskeiðinu er farið í grunninn í grænmetiseldamennsku og öllum þeim möguleikum sem slík fæða býður upp á.
Megináhersla verður lögð á hollustu, innblástur og næringargildi - og samsetningu réttanna. Einnig verður farið yfir framsetningu og auðveldar leiðir til að gera réttina spennandi og girnilega. Meðal þess sem verður farið yfir eru uppskriftir og góð ráð fyrir veganrétti, grænmetisrétti, sósur, ídýfur, grauta, brauð, kex og eftirrétti.
Um námskeiðið og skráning hér