Grettisgötu 89
105 Reykjavik
Ísland

525-8330
sameyki@sameyki.is
6202690-3449

8. mars 2024

Ákall PSI um kynjajafnrétti á alþjóðlegum baráttudegi kvenna

Alþjóðlegt ákall PSI felst í að krafist er jafnra launa fyrir jafn verðmæt störf og að kynbundnum launamun verði eytt

Alþjóðleg samtök opinberra starfsmanna, PSI, segir í tilefni alþjóðlegs baráttudags kvenna að meta verði konur að verðleikum og endurgjalda störf þeirra sem sinna störfum í umönnunnarþjónustunni með mannsæmandi vinnutíma.

Alþjóðlegt ákall PSI felst í að krafist er jafnra launa fyrir jafn verðmæt störf og að kynbundnum launamun verði eytt. Í mörgum löndum bera opinberir starfsmenn, konur í miklum meirhluta, auknar byrðar og verða fyrir óhóflegum áhrifum vegna stríðs, átaka, og loftslagsbreytinga. Hið grimma árásarstríð á Gaza er nærtækasta dæmið um þetta, segir í tilkynningunni frá PSI.


Britta Lejon, forseti PSI. Ljósmynd/Axel Jón

„Nú er kominn tími til að endurheimta meginábyrgð ríkisins á að veita opinbera umönnunarþjónustu sem getur bætt og umbreytt lífi þeirra kvenna sem sinna störfum í grunnþjónustunni," segir Britta Lejon, forseti PSI.

Hægt er að lesa yfirlýsingu PSI hér.