Grettisgötu 89
105 Reykjavik
Ísland

525-8330
sameyki@sameyki.is
6202690-3449

11. mars 2024

Vel heppnað páskabingó

Gleði skein útr andlitum fólks á páskabingói SAmeykis sem haldið var á sunnudaginn sl.

Síðastliðinn sunnudag stóð Sameyki fyrir vel heppnuðu páskabíngói í félagamiðstöðinni í BSRB – húsinu á Grettisgötu 89.

Félagsfólk og fjölskyldur þeirra komu saman og spiluðu fjölskyldubingó og runnu allir vinningarnir út. Í kveðjugjöf fengu svo öll börn páskaegg. Rut Ragnarsdóttir og Jakobína Þórðardóttir höfðu veg og vanda af páskabingóinu og eiga þær bestu þakkir skyldar fyrir vel heppnaðan viðburð á vegum félagsins.

Við hjá Sameyki þökkum félagsfólki og fjölskyldum fyrir komuna og ánægjulegan viðburð.

Hægt er að skoða ljósmyndir frá viðburðinum hér.