20. mars 2024
„Rétturinn til jafnra launa eru mannréttindi“
Ástráður Haraldsson, Sonja Ýr og Magnús Þór í pallborðsumræðum.
Um virðismat starfa sátu í pallborði, Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRB, Kolbrún Halldórsdóttir, formaður BHM, Halldóra Jónsdóttir, formaður Bárunnar og fulltrúi ASÍ, og Magnús Þór Jónsson, formaður KÍ. Ríkissáttasemjari, Ástráður Haraldsson, stýrði pallborðsumræðu og sagði það ofarlega í huga sér, eftir að hafa hlustað á framsögumenn, gagnsæistilskipun Evrópusambandsins sem samþykkt var í maí á síðasta ári á vettvangi þingsins. Í henni er lögð skylda á atvinnurekanda að innleiða kerfi sem hlutrænt mat á virði starfa sem unnin er á þeirra vegum og í þágu þeirra. Ríkissáttasemjari sagði líklegt að tilskipunin yrði tekin upp í íslenskum rétti á næstu árum. Hann spurði pallborðið hver skoðun þeirra væri á því að kerfisbundið mat væri tekið upp og hvaða áhrif það muni hafa á þróun vinnumarkaðarins á komandi árum? „Nú horfi ég hvasst á ykkur sem standa nú í kjarasamningsviðræðum,“ sagði sátti í gamansömum tóni.
Sonja Ýr sagði að rétturinn til jafnra launa væri mannréttindi sem má ekki semja um. „Það má ekki gera einhverja málamyndun með réttinn til jafnra launa. Þetta er réttur sem þarf að tryggja óháð því hvað það kostar. Við getum sleppt þessu lögræðilega debatti og horfst í augu við það að nú er búið að taka pólitíska ákvörðun um að breyta þessu.“
Þá sagði hún að það væri staðreynd að kvennastörf hafa verið kerfislega vanmetin til launa. „Við erum að benda á að besta leiðin til að breyta þessu er með virðismati. Þetta þarf að vera lifandi verkfæri sem er í stöðugri endurskoðun til að útrýma þessari hlutdrægni sem við öll höfum. Það er líka hægt að breyta stöðu tiltekinna hópa í gegnum kjarasamninga en við sem höfum reynslu af þessum hlutum er staðreyndin sú að þegar verið er við kjarasamningsborðið þá er verið að takast á út frá kostnaðarramma. Það er þess vegna meiri brekka að taka einstaka hópa út fyrir sviga í kjarasamningum. Það væri mjög hæg vegferð. Jöfn laun fyrir sömu störf óháð virði þeirra eru mannréttindi sem á að leysa utan hefðbundinna kjarasamninga. Ríkið ætlar sér að fara í virðismatskerfi og við þurfum að horfast í augu við það og það krefst aðgerða. Sá sem er best til þess fallið að skapa jafnlaunastefnu er ríkið. Þegar því er lokið kemur allur vinnumarkaðurinn á eftir,“ sagði formaður BSRB.
Kolbrún Halldórsdóttir, formaður BHM, tók til máls og sagði: „Gagnsæistilskipunin er einn eitt verkfærið í verkfæraskistuna en er alveg drulluflókin. Það á að innleiða hana árið 2026. Við erum að rýna þessa tilskipun og skoða uppruna frjármagnsins sem greiðir launin, en það eru vísbendingar um að það sé ekki svo einfalt að gera. Við þurfum að túlka þessa innleiðingu saman og komast að sameiginlegri niðurstöðu svo hægt verði að komast hjá ágreiningi og þeim erfiðleikum sem honum getur fylgt,“ Kolbrún.
Magnús Þór Jónsson, formaður Kennarasambands Íslands, tók undir þau sjónarmið Kolbrúnar og benti á að ekki væri búið að leysa launamun milli markaða sem mikilvægt er að leysa. „Ég hef ekki orðið var við að mikill vilji sé að leysa það verkefni og hefur það auðvitað að gera með gagnsæistilskipunina og þess vegna held ég að við náum þessu ekki. Okkur hefur ekki tekist enn að komast inn í jafnlaunakerfið vegna tregðu viðsemjenda. Verðmæti starfa á landinu verður að vera jafnt og því sakna ég fulltrúa Samtaka atvinnulífsins hér á þessum fundi,“ sagði Magnús Þór.
Halldóra Sveinsdóttir, fulltrúi ASÍ, sagðist vera bjartsýn og hafa mikla trú á því að þessi tilskipun og markmið með henni náist með samstöðu árið 2026. Hún sagði að taka verði til þessarar skipunar í kjarasamningum í framtíðinni. „Það eru stórir hópar innan ASÍ sem þetta muni gagnast. Ég er mjög bjartsýn og er viss um að okkur takist þetta verkefni fyrir lok 2026,“ sagði Halldóra.