9. apríl 2024
Ársfundur Lífeyrissjóðs starfsmanna Reykjavíkurborgar
Ársfundur Lífeyrissjóðs starfsmanna Reykjavíkurborgar verður haldinn miðvikudaginn 8. maí. Mynd/AI
Ársfundur Lífeyrissjóðs starfsmanna Reykjavíkurborgar verður haldinn miðvikudaginn 8. maí kl. 16:00 í húsakynnum Brúar lífeyrissjóðs, Sigtúni 42, Reykjavík.
Dagskrá:
1. Skýrsla stjórnar
2. Ársreikningur 2023
3. Tryggingafræðileg athugun
4. Fjárfestingastefna sjóðsins kynnt
5. Tilnefning stjórnarmanna og varamanna
6. Kynning á breytingum samþykktum sjóðsins
7. Önnur mál
Allir sjóðfélagar sem og fulltrúar launagreiðenda og viðkomandi stéttarfélaga eiga rétt til fundarsetu á ársfundinum og eru hvattir til að mæta á fundinn.
Sjá dagskrá nánar hér.