Grettisgötu 89
105 Reykjavik
Ísland

525-8330
sameyki@sameyki.is
6202690-3449

24. apríl 2024

Tímarit Sameykis á leið til félagsfólks

Tímarit Sameykis er mannauðsmálum að þessu sinni. Ljósmynd/Axel Jón

Tímarit Sameykis fer að berast félagsfólki næstu daga með póstinum. Útgáfan er að þessu sinni tileinkuð mannauðsmálum og velsæld á vinnustað. Rætt er við stjórnendur stofnana og vinnustaða sem hafa náð góðum árangri í mannauðsmálum samkvæmt mannauðskönnunninni Stofnun ársins.

Þórarin Eyfjörð, formaður Sameykis, segir í leiðaragrein að úr Fjármálaráðuneytinu heyrist að ekki eigi að fara í blóðugan niðurskurð heldur eigi að sameina stofnanir og hagræða. „Hér er ástæða fyrir opinbert starfsfólk að hafa varann á. Fyrrverandi ráðherra talaði oftsinnis mjög skýrt um nauðsyn þess að selja ríkiseignir og útvista verkefnum.“

Í tímaritinu er einnig grein um mannauðsmál eftir Ásthildi Margréti Jóhannsdóttur, hagfræðing og kennara, sem stundar doktorsnám í hagfræði við Háskóla Íslands. Í greininni fjallar hún um rannsóknir sínar um samskipti á vinnustað, stjórnun, streitu á vinnustað og hvernig stjórnendur geta unnið sem best með starfsfólki til að auka vellíðan á vinnustað, velferðartap eða kostnað við að vera með slæma stjórnendur o.fl.

Meðal annars efnis eru greinar um réttindi sem félagsfólk ætti að hafa hugfast, fjallað er um baráttudag launafólks 1. maí. Í tímaritinu er grein formanns Sameykis um kjaramál, umfjöllun er um aðalfund félagsins, Stofnun ársins og málþingið Velsæld á vinnustað. Spjallað er við Marija Tverjanovica sem var dregin út í krossgátuleiknum. Skopið, Stoppað í matargatið og krossgátan er svo á sínum stað o.m.fl. Teikningin sem prýðir forsíðu tímaritsins er eftir Halldór Baldursson teiknara.

 

Vakin er athygli félagsfólks að hægt er að afþakka heimsendingu. Skráningarformið má finna á undirsíðunni Útgefið efni.

Lesa Tímarit Sameykis á PDF skjali hér.