25. apríl 2024
Gleðilegt sumar
Stjórn og starfsfólk Sameykis óska félagsfólki um land allt og fjölskyldum þeirra gleðilegs sumars.
Guðrún Árnadóttir frá Oddsstöðum (1900-1968) í Lundarreykjadal orti ljóð um sumardaginn fyrsta. Nánar tiltekið sumardaginn fyrsta árið 1944 og birtist í hennar einu ljóðbók sem kom út 1949. Guðrún hafði áhuga á þjóðmálum og var róttæk í skoðunum. Hún hafði yndi af alþýðukveðskap og sat í stjórn Kvæðamannafélagsins Iðunnar. Við birtum hér fyrstu hendingu í ljóði hennar um sumardaginn fyrsta árið 1944.
Sumardagurinn fyrsti 1944
Andi hlýr um foldu fer,
fagnað sumri getur,
Fannst þér ekki eins og mér,
orðinn langur þessi vetur?