29. apríl 2024
Slæmir stjórnendur skapa velferðartap
Andleg heilsa í vinnu er mikil áskorun á vinnumarkaði. Ljðomynd/Nina Lawrenson
Í nýjasta tímariti Sameykis skrifar Ásthildur Margrét Jóhannsdóttir grein um mannauðsmál. Hún stundar doktorsnám í hagfræði við Háskóla Íslands og fjallar í greininni um samskipti, stjórnun og streitu á vinnustað, og hvernig stjórnendur geta unnið sem best með starfsfólki til að auka vellíðan á vinnustað vegna þess að því fylgir velferðartap og kostnaður við að vera með slæma stjórnendur.
„Skilin á milli vinnu og einkalífs eru víða orðin óskýr og vinnan fylgir fólki oft heim í lok dags. Andleg heilsa í vinnu er mikil áskorun á vinnumarkaði og eru sálfélagslegar aðstæður stór áhrifaþáttur í líðan starfsfólks,“ skrifar Ásthildur Margrét.
Þá segir hún m.a. að óáþreifanlegi kostnaðurinn er meðal annars sú hamingjulækkun sem á sér stað hjá einstaklingi sem býr við slæmar aðstæður í vinnu. Minni hamingja dregur úr velferð einstaklings og kallast velferðartap. Mikilvægt er að vita hvert velferðartap fólks er við mismunandi aðstæður svo hægt sé að meta heildarkostnaðinn af slæmum aðstæðum í vinnu. Sé velferðartap einstaklinga undanskilið í heildarkostnaði er matið verulega bjagað.
Hægt er að lesa grein Ásthildar Margrétar hér.