2. maí 2024
Aðgerðir gegn Isavia á Keflavíkurflugvelli samþykktar
Félagsfólk í Sameyki og FFR samþykktu ótímabundið yfirvinnu- og þjálfunarbann og tímabundnar vinnustöðvanir með miklum meirihluta í atkvæðagreiðslu.
Félagsfólk í Sameyki stéttarfélagi í almannaþjónustu og Félag flugmálastarfsmanna ríkisins (FFR) sem starfa hjá Isavia ohf. samþykktu ótímabundið yfirvinnu- og þjálfunarbann og tímabundnar vinnustöðvanir með miklum meirihluta í atkvæðagreiðslu sem lauk kl. 13:00 í dag. Alls samþykktu 89,87% aðgerðir, 3,8% sögðu nei og 6,33% tóku ekki afstöðu.
Ótímabundið yfirvinnu- og þjálfunarbann gildir frá kl. 16:00 fimmtudaginn 9. maí næstkomandi ásamt tímabundnum og tímasettum vinnustöðvunum. Sjá nánara fyrirkomulag hér að neðan.
Fyrirkomulagið verður eins og hér greinir:
• Frá kl. 16:00 fimmtudaginn 9. maí 2024 hefst ótímabundið yfirvinnubann. Yfirvinnubannið nær til alls félagsfólks Sameykis sem starfar hjá Isavia ohf.
• Frá kl. 16:00 fimmtudaginn 9. maí 2024 hefst ótímabundið þjálfunarbann. Þjálfunarbann tekur til félagsfólks Sameykis sem starfar hjá Isavia ohf. sem leiðbeinendur og vottaðir leiðbeinendur á gólfi.
• Á tímabilinu frá kl. 04:00-08:00, föstudaginn 10. maí 2024, mun starfsfólk sem sinnir öryggisleit á Keflavíkurflugvelli leggja niður störf sín.
• Á tímabilinu frá kl. 08:00-12:00, föstudaginn 10. maí 2024, mun starfsfólk sem sinnir farþegaflutningum á Keflavíkurflugvelli leggja niður störf sín.
• Á tímabilinu frá kl. 04:00-08:00, fimmtudaginn 16. maí 2024, mun starfsfólk sem sinnir öryggisleit á Keflavíkurflugvelli leggja niður störf sín.
• Á tímabilinu frá kl. 04:00-08:00, föstudaginn 17. maí 2024, mun starfsfólk sem sinnir öryggisleit á Keflavíkurflugvelli leggja niður störf sín.
• Á tímabilinu frá kl. 08:00-12:00, föstudaginn 17. maí 2024, mun starfsfólk sem sinnir farþegaflutningum á Keflavíkurflugvelli leggja niður störf sín.
• Á tímabilinu frá kl. 04:00-08:00, mánudaginn 20. maí 2024, mun starfsfólk sem sinnir öryggisleit á Keflavíkurflugvelli leggja niður störf sín.