Grettisgötu 89
105 Reykjavik
Ísland

525-8330
sameyki@sameyki.is
6202690-3449

23. maí 2024

Viðræður samninganefnda Sameykis

Viðræður samninganefnda Sameykis hafa staðið yfir undanfarið við flesta viðsemjendur Sameykis. Þeir stærstu eru ríkið, Reykjavíkurborg og Samband íslenskra sveitarfélaga.

Eftir árangurslausar viðræður við ríki og Reykjavíkurborg var þeim vísað til ríkissáttasemjara eins og kunnugt er.

Þó nokkrir fundir hafa verið haldnir í húsakynnum ríkissáttasemjara og hafa viðræðurnar snúist um styttingu vinnuvikunnar, vaktafyrirkomulag, launaliði auk ýmissa réttindamála. Viðræðunar ganga ágætlega og nú fundar samnignanefnd í dag með viðsemjendum ríkisins hjá ríkissáttasemjara.

Fréttir verða sagðar frá gangi kjaraviðræðna á miðlum félagsins eftir því sem fram vindur.