Grettisgötu 89
105 Reykjavik
Ísland

525-8330
sameyki@sameyki.is
6202690-3449

12. júní 2024

Kjarasamningur undirritaður við Fríhöfnina

Samninganefnd Sameykis gekk frá kjarasamningi til fjögurra ára við Samtök atvinnulífsins fyrir hönd Fríhafnarinnar í gær, þann 11. júní.

Kjarasamningurinn er til fjögurra ára með gildistíma frá 1. febrúar 2024 til 1. febrúar 2028. Kynningafundur um kjarasamninginn verður haldin á Teams föstudaginn 14. júní kl. 10:00. Kynningafundurinn verður textatúlkaður á ensku. Um leið verður opnað fyrir atkvæðagreiðslu um kjarasamninginn og mun kosningin standa yfir til kl. 14:00 miðvikudaginn 19. júní.

Kosning fer fram með rafrænum hætti inni á Mínum síðum. Félagsfólk getur nálgast samninginn á mínum síðum undir hlekknum ,,Mín kjör“.

Tengill á Teams fundinn verður sendur til félagsfólks í Sameyki sem starfar hjá Fríhöfninni ehf. seinna í dag.