Grettisgötu 89
105 Reykjavik
Ísland

525-8330
sameyki@sameyki.is
6202690-3449

18. júní 2024

Tími til kominn fyrir opinbera þjónustu!

Frá EPSU-þinginu í dag.

500 fulltrúar stéttarfélaga í almannaþjónustu víðsvegar um Evrópu, allt frá Úkraínu og Armeníu til Frakklands og Bretlands, sitja nú á þingi EPSU (Evrópsk heildarsamtök opinberra starfsmanna) í Búkarest, til að ákveða áherslur heildarsamtakanna fyrir næstu ár. Þingið hófst í dag og því lýkur 20. júní. Yfirskrift þingsins er: Tími til kominn fyrir opinbera þjónustu! (Time for public services!).

Lagðar verða fram áherslur EPSU fyrir komandi ár sem varðar þjónustu opinberra stofnana við almenning, þar á meðal að berjast gegn öfgahægri stjórnmálaöflum, byggja upp vinnustaði án aðgreiningar, andmæla niðurskurði til opinberrar þjónustu og tala fyrir evrópskum gildum sem setur almenning, fólk og frið framar hagnaði peningaafla.

Þing EPSU er haldið á fimm ára fresti og í ár má segja að á þinginu sé komið að örlagastundu vegna niðubrots opinberra innviða. COVID-19 heimsfaraldurinn undirstrikaði mikilvægi öflugrar og vel fjármagnaðrar opinberrar þjónustu, allt frá heilbrigðis- og félagsþjónustu sveitarfélaga til opinberrar stjórnsýslu. Opinber stéttarfélög innan EPSU fjalla um framfærslukreppu og þróun sí hækkandi kostnaðar við að lifa. Þá er fjallað um á þinginu hvernig megi ná fram með kjarasamningum hærri laun og hvernig eigi að bregðast við árásum stjórnmálaafla á verkfallsréttinn. Í frétt frá EPSU segir að fulltrúar þingsins munu taka á þessum málum, leggja til aðferðir til að styrkja opinbera þjónustu og berjast gegn einkavæðingu um alla Evrópu.

EPSU er fulltrúi 8 milljóna opinberra starfsmanna víðs vegar um Evrópu, þar á meðal heilbrigðis- og umönnunarstarfsmenn, slökkviliðsmenn, starfsmenn sveitarfélaga, og starfsmenn ríkisins. Frá stofnun þess árið 1978 hefur EPSU orðið leiðandi rödd sem hefur ávallt talað fyrir bættum vinnuskilyrðum á opinberum vinnumarkaði, fyrir bættri heilsu og öryggi á vinnustöðum ásamt réttindum starfsmanna í opinberri þjónustu.

 

  • Fréttamyd