19. júní 2024
Kjarasamningur Sameykis og Fríhafnarinnar samþykktur
Kjarasamningur Sameykis og Fríhafnarinnar samþykktur
Kjarasamningur Sameykis stéttarfélags í almannaþjónustu og Fríhafnarinnar ehf. var samþykktur í dag 19. júní kl. 14:00.
Í kjölfar kynningar 14. júní. sl. hófst atkvæðagreiðsla um kjarasamninginn á Mínum síðum Sameykis.
Samþykkir samningnum voru 75 prósent, 15,63 prósent höfnuðu samningnum og 9,38 prósent tók ekki afstöðu.