24. júní 2024
Kjarasamningur við Reykjavíkurborg samþykktur
Kjarasamningur við Reykjavíkurborg samþykktur
Atkvæðagreiðsla um kjarasamning milli Sameykis stéttarfélags í almannaþjónustu og Reykjavíkurborgar lauk kl. 14:00 í dag.
Kjarasamningurinn er með gildistíma frá 1. apríl 2024 – 31. mars 2028.
Fjöldi á kjörskrá voru 5.561. Greidd atkvæði voru 1.199 eða 21,56%. 916 voru samþykkir, eða 76,40%. Alls 18,10% höfnuðu samningnum og 5,50% tóku ekki afstöðu.
Nýr samningur og launatöflur eru aðgengilegar hér undir Kaup og kjör.