26. júní 2024
Kosning um kjarasamning Sameykis við Samband íslenskra sveitarfélaga stendur yfir
![Kosning um kjarasamning Sameykis við Samband íslenskra sveitarfélaga stendur yfir - mynd](/library/Myndir/Frettamyndir/2024/Kjarasamningar%20kosning.jpg?proc=frontPage)
Í gær kl. 14:00 hófst kosning um nýundirritaðan kjarasamning Sameykis við Samband íslenskra sveitarfélaga.
Kosningin fer fram inn á Mínum síðum Sameykis og mun standa yfir til kl. 11:00 föstudaginn 28. júní 2024.
Glærur og undirritaður kjarasamningur er kominn inn á Mínar síður Sameykis. Þar getur félagsfólk kynnt sér innihald kjarasamningsins ásamt kynningargögnum.
Hvetjum félagsfólk til að taka þátt í kosningunni um kjarasamninginn.