5. júlí 2024
Atkvæðagreiðsla um kjarasamning við SFV stendur yfir
Í gær kl. 14:00 hófst atkvæðagreiðsla um nýundirritaðan kjarasamning Sameykis við Samtök fyrirtækja í velferðarþjónustu.
Atkvæðagreiðslan fer fram inn á Mínum síðum Sameykis og mun standa yfir til kl.11:00 miðvikudaginn 10. júlí
Glærur, kynningarmyndband og undirritaður kjarasamningur er kominn inn á Mínar síður Sameykis. undir Mín kjör þar getur félagsfólk kynnt sér innihald kjarasamningsins ásamt kynningargögnum.
Hvetjum félagsfólk til að taka þátt í atkvæðagreiðslunni um kjarasamninginn.