10. júlí 2024
Réttindi sem félagsfólk í Sameyki ætti að hafa hugfast
Barnshafandi konur eiga rétt til nauðsynlegra fjarvista frá vinnu vegna mæðraskoðunar, án frádráttar á föstum launum, þurfi slík skoðun að fara fram á vinnutíma.
Vernd gegn uppsögn í fæðingarorlofi
Óheimilt er að segja starfsfólki upp störfum vegna þess að það hefur tilkynnt um fyrirhugaða töku fæðingarorlofs, er í fæðingarorlofi, er þungað eða hefur nýlega alið barn nema gildar ástæður séu fyrir hendi, sem mega með engum hætti tengjast töku fæðingarorlofs eða fyrirhuguðu fæðingarorlofi. Skal þá skriflegur rökstuðningur fylgja uppsögninni.
Fæðingarstyrkur úr Styrktar- og sjúkrasjóði
Fæðingarstyrkur er greiddur úr Styrktar- og sjúkrasjóði Sameykis. Styrkurinn er jafnhár til kvenna og karla en hliðsjón er höfð af starfshlutfalli. Til þess að eiga rétt á fæðingarstyrk þarf félagsfólk að greiða félagsgjöld til Sameykis af greiðslum Fæðingarorlofssjóðs. Munið að setja x-ið við greiðslur til stéttarfélags þegar sótt er um í fæðingarorlofssjóð.
Lenging á sumarorlofi
Það starfsfólk sem samkvæmt skriflegri ósk vinnuveitenda fá ekki fullt orlof á sumarorlofstímabili, skulu fá 25% lengingu á þeim hluta orlofstímans sem veittur er utan framangreinds tíma. Þeir sem ekki hafa náð að taka fullt orlof þurfa að fá skriflegt frá yfirmanni að það sé gert í þágu vinnuveitanda svo hægt sé að fara fram á 25% lenginguna.
Heilsa á ný
Þegar starfsmaður hefur náð fullri heilsu á ný er ekkert því til fyrirstöðu að hann sæki um sitt fyrra starf eða sambærilegt starf. Óheimilt er að líta fram hjá umsókn um starf á grundvelli þess að viðkomandi hefur áður þegið lausnarlaun vegna heilsubrests.