4. september 2024
Góð geðheilsa, sterkari stofnun!
Starfsmennt fræðslusetur stendur fyrir vefnámskeiði/fyrirlestri um líðan og geðheilsu starfsfólks og hvernig starfsumhverfi getur stuðlað að góðri geðheilsu, valdeflingu starfsfólks og stutt þau sem eru að vinna í bataferli sínu.
Í lýsingu á fyrirlestrinum kemur fram að farið verður yfir hvað geðræn áskorun felur í sér, fjallað verður um ýmsar bataleiðir og hvernig stuðningur stjórnenda og samstarfsfólks getur veitt því starfsfólki sem standa, eða hafa staðið, frammi fyrir geðrænum áskorunum.
Auður Axelsdóttir framkvæmdastjóri hjá Hugarafli hefur umsjón með námskeiðinu.
Þá verður einnig fjallað um ýmsa þætti sem fólk getur sinnt til að huga að eigin geðheilsu og jafnvægi í lífi og starfi.
Hæfniviðmið
• Að geta skilið geðrænar áskoranir og leiðir eru til bata
• Að geta hagnýtt leiðir til að efla eigin geðheilsu
• Að geta nýtt þekkingu á valdeflingu og stuðningi á vinnustaðnum við starfsfólk um bætta geðheilsu
Fyrirkomulag
• Veffyrirlestur. Upptaka verður aðgengileg skráðum þátttakendum í viku eftir að námskeiði lýkur
Félagsfólk í Sameyki greiðir ekki fyrir námskeiðið. Hægtr er að skrá sig og fá nánari upplýsingar hér.