Grettisgötu 89
105 Reykjavik
Ísland

525-8330
sameyki@sameyki.is
6202690-3449

6. september 2024

Málþing um niðurskurðarstefnu stjórnvalda

Clara Mattei, prófessor í hagfræði, fjallar um niðurskurðarstefnu og hvernig hún hefur leitt til efnahagslegs fasisma í fyrirlestri sínum

VR stendur fyrir málþingi 17. september um niðurskurðarstefnu stjórnvalda sem komið var á eftir efnahagshrunið 2008.

Aðalfyrirlesari á málþinginu sem ber yfirskriftina Efnahagsleg nauðsyn eða pólitísk hugmyndafræði? er Clara Mattei, prófessor í hagfræði frá Bandaríkjunum. Erindið hennar nefnist The Capital order: How Economists Invented Austerity and Paved the Way to Fascism.

Í tilkynningu frá VR um málþingið segir að niðurskurðarstefna (e. austerity) hafi verið algengt viðbragð ríkja við efnahagshruninu árið 2008 og hafi um langa hríð verið eitt af skilyrðum alþjóðastofnana fyrir lánveitingum til ríkja í vanda, líkt og átti við um Ísland í efnahagshruninu.

Þá segir að í COVID-faraldrinum mátti merkja vilja Alþjóðagjaldeyrissjóðsins til að fallast á að niðurskurðarstefna hefði almennt ekki skilað tilætluðum árangri og ekki reynst tæki til að ná jafnvægi í ríkisfjármálum, grynnka á opinberum skuldum eða örva hagvöxt. Engu að síður lifir niðurskurðastefna góðu lífi og er enn eitt helsta tæki stjórnmálanna til að takast á við verðbólgu og erfitt efnahagsástand.

Á málþinginu verður fjallað um þessa þætti, bæði í alþjóðlegu og innlendu samhengi, og leitast við að varpa upp öðrum valmöguleikum til að takast á við efnahagsmál og ríkisfjármál.

Dagskrá málþingsins:

• Kl. 13:30 – 14:00 Húsið opnar
• Kl. 14:00 – 14:10 Setning – Halla Gunnarsdóttir, málþingsstjóri og varaformaður VR
• Kl. 14:10 – 14:50 Clara Mattei, prófessor í hagfræði. The Capital order: How Economists Invented Austerity and Paved the Way to Fascism
• Kl. 14:50 – 15:00 Umræður og fyrirspurnir
• Kl. 15:00 – 15:20 Ásgeir Brynjar Torfason, ritstjóri Vísbendingar, Árangur niðurskurðarstefnunnar á Íslandi


• Kl. 15:20 – 15:50 Pallborð:


o Ásgeir Brynjar Torfason, ritstjóri Vísbendingar
o Sigríður Ingibjörg Ingadóttir, hagfræðingur BSRB
o Stefán Ólafsson, prófessor emeritus og sérfræðingur hjá Eflingu
o Steinunn Bragadóttir, hagfræðingur hjá ASÍ
o Sveinn Máni Jóhannesson, sagnfræðingur

Hægt er að skrá sig og sjá nánar um málþingið á vef VR hér.