Grettisgötu 89
105 Reykjavik
Ísland

525-8330
sameyki@sameyki.is
6202690-3449

11. september 2024

„Fjárfesting í velferðarkerfinu er besta fjárfestingin í friði og öryggi“

Sonja ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRB, flytur ræðu á Austurvell. Ljósmynd/Hari


Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRB, sagði í ræðu sinni á Austurvelli í gær að fjárfesting í velferðarkerfinu sé besta fjárfestingin í friði og öryggi í samfélaginu. Hún sagði að almenningur muni ekki sætta sig við áframhaldandi aðhaldskröfu til heilbrigðisstofnana, félagsþjónustu og skóla.

„Við höfnum ríkjandi stefnu sem enn eina ferðina er staðfest í nýframlögðu fjárlagafrumvarpi. Stefnu sem dregur úr félagslegri samheldni. Allt tal um hagvöxt og verðmætasköpun er hjómið eitt ef ekkert er hugað að skiptingu verðmætanna til að draga úr þjáningu og efla velferð.”

Þá sagði hún að staða foreldra fer versnandi sem endurspeglast í því að æ fleiri geta ekki staðið undir grunnþörfum barna sinna og að fjárhagsstaða og andleg heilsa kvenna væri verri en karla og að konur væru háðari maka um framfærslu en karlar.

Lesta má ræðu fomanns BSRB hér.