Grettisgötu 89
105 Reykjavik
Ísland

525-8330
sameyki@sameyki.is
6202690-3449

11. september 2024

Óleiðréttur launamunur karla og kvenna 9,3% árið 2023

Samkvæmt Hagstofu íslands er óleiðréttur launamunur karla og kvenna árið 2023 9,3 prósent og er heldur meiri en á fyrra ári þegar hann var 9,1 prósent.

Launamunur jókst eftir aldri og var munurinn 0,6 prósent á meðal 24 ára og yngri, 9,5 prósent í aldurshópnum 35-44 ára og 14,9 prósent meðal 55-64 ára.

Mikill munur var á launamuni eftir atvinnugreinum. Í fjármála- og vátryggingastarfsemi var munurinn 25,9 prósent en minnstur í atvinnugreininni vatnsveita, fráveita, meðhöndlun úrgangs og afmengun eða – 1,1 prósent.

Niðurstöðurnar byggja á gögnun launarannsókar Hagstofu Íslands. Árið 2023 voru um 209 þúsund einstaklingar á vinnumarkaði samkvæmt gögnum Hagstofunnar um fjölda starfandi launafólks. Í þeim atvinnugreinum, sem úrtak launarannsóknar er valið úr, voru um 176 þúsund einstaklingar árið 2023 (sama heimild).

Lesa frétt á Hagstofu íslands um launamun kynjanna hér.