Grettisgötu 89
105 Reykjavik
Ísland

525-8330
sameyki@sameyki.is
6202690-3449

17. september 2024

„Inngilding fagnar fjölbreytileikanum“

Miriam Petra Ómarsdóttir Awad. Ljósmynd/BIG

Miriam Petra Ómarsdóttir Awad er sérfræðingur á mennta- og menningarsviði hjá Rannís og er inngildingarfulltrúi Landsskrifstofu Erasmus+. Hún segir að orðið inngilding sé mjög gott vegna þess að það sé gagnsætt orð, og þýði að fólk sé viðurkennt eins og það er innan ákveðins hóps, hvort sem það er lítill hópur, vinnustaður eða samfélagið í heild.

„Ég veit að mörgum þykir þetta orð vera orðskrípi, en orðið inngilding þýðir m.a. að maður átti sig á því að við erum fjölbreytt og við þurfum að viðurkenna það. [...] Það þurfti jafnréttisbaráttu til að það yrði raunin að konur færu út á vinnumarkaðinn. Við kölluðum þessa jafnréttisbaráttu kvenna ekki inngildingu en auðvitað var hún það. Við konur erum enn að vinna að þessari inngildingu okkar á vinnumarkaði í dag, ég get nefnt kynbundinn launamun, kynferðislega áreitni og hvað fólk leyfir sér að segja inni á vinnustaðnum um konur. Viðhorfin gagnvart konum á vinnumarkaði eru enn mjög neikvæð eins og að það sé í lagi að greiða þeim lægri laun fyrir sömu störf og karlar.


Lesa má viðtalið við Miram Petru Ómarsdóttur Awad hér.