1. október 2024
Aukum vitund og skilning stjórnenda á geðheilbrigði á vinnustað
Fræðslusetrið Starfsmennt verður með vinnustofuna Geðheilbrigðir stjórnendur í samvinnu við Mental ráðgjöf 9. október kl. 9-12. Námskeiðið er ætlað stjórnendum og þeim sem koma að stjórnun á sínum vinnustað, m.a. teymis- og deildarstjórum, forstöðumönnum og framkvæmdastjórum, en Alþjóðlegi geðheilbrigðisdagurinn er 10. október ár hvert og því kjörið að skrá sig á þetta námskeið.
Markmið vinnustofunnar er að auka vitund og skilning stjórnenda á geðheilbrigði á vinnustað og byggja upp færni og sjálfstraust starfsmanna. Frítt er fyrir félagsfólk aðildarfélaga og samstarfssjóða Starfsmenntar, sjá lista hér. Ef þú hefur áhuga en býrð ekki á höfuðborgarsvæðinu þá er bent á ferða- og dvalarstyrk fyrir aðildarfélaga.
Aðrir geta skráð sig gegn námskeiðagjaldi.
Skráning og nánari upplýsingar