Grettisgötu 89
105 Reykjavik
Ísland

525-8330
sameyki@sameyki.is
6202690-3449

3. október 2024

47. þing BSRB sett í gær

Efnahagsmálin voru Sonju Ýr Þorbergsdóttur formanni BSRB ofarlega í huga í ræðu sinni við setningu þingsins í gær. Ástæðan er augljós; há verðbólga og vextir og þær alvarlegu afleiðingar sem núverandi efnahagsástand hefur á launafólk í landinu.

Sonja gagnrýndi efnahagstefnu stjórnvalda harðlega og sagði hana byggða á úreltum hagfræðikenningum: „Svarið við verðbólgu og vöxtum er ekki áframhaldandi stefna sem forgangsraðar niðurgreiðslu skulda ofar en nauðsynlegum fjárfestingum í innviðum og fólki“. Allt frá aldamótum hafi verið gerðar aðhalds- og niðurskurðarkröfur á mikilvægar stofnanir í heilbrigðis-, félagsþjónustu- og menntakerfinu á sama tíma og þau ríkustu hafi verið að fá skattalækkanir.

„Áherslan á aðhaldsaðgerðir þýðir svo alltaf aukinn niðurskurð í stað aukinnar tekjuöflunar. Þetta er pólitík en ekki náttúrulögmál – margreynd pólitík sem hefur viðgengist í fjölda landa til áratuga og hefur reynst skaðleg fyrir samfélög“.

Lesa má setningarræðu formanns BSRB, Sonju Ýr Þorbergsdóttur, hér.


  • Fréttamyd