Grettisgötu 89
105 Reykjavik
Ísland

525-8330
sameyki@sameyki.is
6202690-3449

4. október 2024

Málefnastarf á 47. þingi BSRB

Eitt meginverkefni þings BSRB felst í mótun áherslna bandalagsins með gerð stefnu til næstu þriggja ára eða þar til næsta þing er haldið. Stefnan er grundvöllur alls starfs bandalagsins næstu árin og forsenda þeirrar samstöðu sem nauðsynleg er til að ná fram markmiðum í þágu félagsfólks aðildarfélaga BSRB.

Í framhaldi er svo stefnunni fylgt eftir með fjölbreyttum hætti.

Á þingi BSRB er því gefinn góður tími til málefnastarfs í fjórum hópum þar sem sem þingfulltrúar móta stefnu BSRB og ályktanir. Fyrirkomulag starfs allra hópanna er með sama hætti og er markmið þeirra m.a. að fræða þingfulltrúa um efni sem er til umfjöllunar í stefnu BSRB, dýpka umræðu og móta áherslur bandalagsins í einstökum málum.

Hver málefnahópur fær til sín 3-4 sérfræðinga á fjölbreyttum sviðum til að halda erindi. Í framhaldi erindanna er hópavinna hjá þingfulltrúum með þjóðfundafyrirkomulagi þar sem öllum þingfulltrúum gefst kostur á að koma sjónarmiðum sínum á framfæri og skiptast á skoðunum við borðfélaga sína og málefnahópinn í heild sinni. Kynningar sérfræðingana má sjá hér fyrir neðan og verða þær birtar fljótlega.

Málefnahóparnir fjórir fjalla um:

  • Kjaramál
  • Velferðarmál
  • Jafnrétti og jöfnuð
  • Framtíðarvinnumarkaðinn

Nánari upplýsingar um málefnastarfið og kynningar þeirra sérfræðinga sem héldu erindi má nálgast hér af vef BSRB. Ásamt öðrum erindum sem voru haldin á þinginu.