4. október 2024
Sonja Ýr Þorbergsdóttir endurkjörin formaður BSRB
Sonja Ýr Þorbergsdóttir var í dag endurkjörin formaður BSRB til næstu þriggja ára á 47. þingi BSRB. Þriggja daga þingi BSRB sem fram fór í Reykjavík lauk um miðjan dag. Yfirskrift þingsins var Afl í þágu almennings.
Eitt meginverkefni þings BSRB felst í mótun áherslna bandalagsins með gerð stefnu til næstu þriggja ára eða þar til næsta þing er haldið. Stefnan er grundvöllur alls starfs bandalagsins næstu árin og gafst góður tími á þinginu til að vinna stefnuna í fjórum málefnahópum.
Sonja var ein í framboði til formanns, en hún var fyrst kjörin formaður bandalagsins á 45. þingi BSRB í október 2018. Á þinginu var Fjölnir Sæmundsson, formaður Landssambands lögreglumanna, kjörinn nýr 1. varaformaður bandalagsins. Þá var Arna Jakobína Björnsdóttir, formaður Kjalar stéttarfélags í almannaþjónustu, endurkjörin í embætti 2. varaformanns BSRB.
Ný stjórn kjörin til þrggja ára:
Stjórn BSRB samanstendur af formanni, 1. og 2. varaformanni auk sex meðstjórnenda. Þau sex sem kjörin voru í stjórn á þinginu eru þau Árný Erla Bjarnadóttir FOSS, Gunnsteinn R. Ómarsson, Sameyki, Jóhanna Fríður Bjarnadóttir, Póstmannafélags Íslands, Karl Rúnar Þórsson Starfsmannafélag Hafnarfjarðar, Marta Ólöf Jónsdóttir Starfsmannafélag Kópavogs, Sandra B. Franks Sjúkraliðafélag Íslands.
Þá voru alls sjö kjörnir varamenn í stjórn BSRB. Það voru þau Bjarni Ingimarsson Landssamband slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna, Unnar Örn Ólafsson Félag flugmálastarfsmanna ríkisins, Edda Davíðsdóttir, Starfsmannafélag Mosfellsbæjar, Guðbjörn Guðbjörnsson Tollvarðafélag Íslands, Trausti Björgvinsson Starfsmannafélag Suðurnesja, Unnur Sigmarsdóttir Starfsmannafélag Vestmannaeyja og Guðbrandur Jónsson, Félag starfsmanna stjórnarráðsins.