Grettisgötu 89
105 Reykjavik
Ísland

525-8330
sameyki@sameyki.is
6202690-3449

11. október 2024

Formaður Sameykis víkur

Þórarinn Eyfjörð fráfarandi formaður Sameykis.

Þórarinn Eyfjörð hefur vikið sem formaður Sameykis stéttarfélags í almannaþjónustu frá og með deginum í dag. Ingibjörg Sif Sigríðardóttir sem verið hefur varaformaður tekur nú við formennsku í félaginu í samræmi við lög félagsins.

Á undanförnum mánuðum hefur ágreiningur verið milli formanns og stjórnar Sameykis stéttarfélags í almannaþjónustu um áherslur og stefnu í verkefnum félagsins. Vegna þessa ágreinings hefur orðið að samkomulagi að Þórarinn Eyfjörð láti af starfi formanns Sameykis.

Stjórn Sameykis og starfsfólk þakkar Þórarni Eyfjörð fyrir framlag sitt og þjónustu í þágu Sameykis og óskar honum velfarnaðar.