11. október 2024
Kjarasamningur undirritaður við Ás styrktarfélag
![Kjarasamningur undirritaður við Ás styrktarfélag - mynd](/library/Kjaramal/sameykisflagg.png?proc=frontPage)
Samkomulag um framlengingu og breytingu á kjarasamningi milli Sameykis stéttarfélags í almannaþjónustu og Ás styrktarfélags til fjögurra ára var undirritaður í morgun.
Kynningarfundur um kjarasamninginn verður haldinn á Teams mánudaginn 14. október kl. 13:00. Um leið verður opnað fyrir atkvæðagreiðslu um kjarasamninginn og mun kosningin standa yfir til kl. 14:00 miðvikudaginn 16. október.
Kosning fer fram með rafrænum hætti inn á Mínum síðum og þar mun félagsfólk einnig geta nálgast samninginn undir Mín kjör.
Tengill á Teams fundinn verður sendur í tölvupósti til félagsfólks í Sameyki sem starfar hjá Ás styrktarfélagi.