11. október 2024
Ný stjórn Háskóladeildar
F.v. Guðríður Sigurbjörnsdóttir, Priscela Ycot, Þórður Kristófer Ingibjargarson f.v. efri röð Atli Ómarsson, Gunnhildur Hekla Jóhannsdóttir, Pétur Þorsteinsson og Birna Björnsdóttir.
Háskóladeild Sameykis hélt aðalfund í gær. Á undan aðalfundarstörfum var erindi Þorsteins Siglaugssonar, hagfræðings “Sjálfvirkni eða mannvirkni? Að varða veginn gegnum frumskóg gervigreindarinnar.”
Um leið og Þorsteinn fjallaði um ávinning gervigreindarinnar og kosti hennar til að einfalda ýmsa vinnu, dró hann upp dökka mynd af þeim samfélagslegu áhrifum sem hún gæti haft ef við héldum ekki vöku okkar. Hann taldi að þar léku stéttarfélögin lykilhlutverk og mikilvægt að þau brygðust strax við.
Að loknu erindinu hófust venjuleg aðalfundarstörf. Baldur Vignir Karlsson formaður Háskóladeildar fór í stuttu máli yfir starfssemi deildarinnar.
Ekki komu fram tillögur um breytingar á starfsreglum deildarinnar.
Kosið var í stjórn, fyrst formann deildarinnar, Baldur Vignir Karlsson gaf ekki kost á sér áfram og bauð Gunnhildur Hekla Jóhannsdóttir sig fram í formannsembættið. Enginn annar bauð sig fram og var hún því sjálfkjörin með lófaklappi.
Síðan fór fram kosning fjögurra meðstjórnenda. Fyrir í stjórn voru Birna Björnsdóttir, Guðríður Sigurbjörnsdóttir, Gunnhildur Hekla Jóhannsdóttir og Pétur Þorsteinsson. Þar sem Gunnhildur Hekla verður formaður vantarði einn aðila í stjórn og bauð Þórður Kristófer Ingibjargarson sig fram og var það samþykkt með lófaklappi. Að lokum fór fram kosning tveggja varamanna það voru þau Atli Ómarsson og Priscela Ycot sem buðu sig fram sem varamenn og var það samþykkt með lófaklappi.