23. október 2024
Kári Sigurðsson nýr varaformaður Sameykis
Kári Sigurðsson, varaformaður Sameykis. Ljósmynd/BIG
Stjórn Sameykis kaus á stjórnarfundi, sem fram fór um miðjan dag í gær, Kára Sigurðsson sem varaformann Sameykis stéttarfélags í almannaþjónustu samkvæmt lögum félagsins.
Kári er reynslumikill og öflugur í félagsmálum og hefur setið í stjórn félagsins frá því snemma á árinu 2020. Áður en hann settist í stjórn Sameykis var hann trúnaðarmaður á sínum vinnustað hjá Reykjavíkurborg. Hann hóf að starfa við félagsmiðstöðvarnar í Breiðholti fyrir 17 árum, fyrst í hlutastarfi í Félagsmiðstöðinni 111 og síðan í Félagsmiðstöðinni við Hólmasel frá því 2008 í fullu starfi.
Í dag starfar Kári sem verkefnastjóri forvarna hjá Reykjavíkurborg og hefur hann umsjón með starfi Flotans sem er flakkandi félagsmiðstöð sem sinnir vettvangsstarfi utan opnunartíma félagsmiðstöðvanna.