Grettisgötu 89
105 Reykjavik
Ísland

525-8330
sameyki@sameyki.is
6202690-3449

1. nóvember 2024

Stuðningsyfirlýsing við kennara

Sameyki stéttarfélag í almannaþjónustu styður kennara í kjarabaráttu þeirra við Samband íslenskra sveitarfélaga og ríkið með eftirfarandi yfirlýsingu.


Yfirlýsing stjórnar Sameykis

Sameyki stéttarfélag í almannaþjónustu lýsir yfir stuðningi við kennara í réttinda- og kjarabaráttu þeirra. Leiðrétta þarf laun kvennastétta sem starfa í skólum og leikskólum landsins. Rannsóknir hafa sýnt að kennarastéttin er vanmetin í launum á vinnumarkaðnum og stærsta stökkið til að eyða launamun kynjanna er að leiðrétta laun kennara.

Stjórn Sameykis telur að nauðsynlegt sé að launafólk standi með öðru launafólki í baráttu þeirra fyrir bættum kjörum á vinnumarkaði, einkum kvennastétta þar sem nauðsynlegt er að launamunur kynjanna verði upprættur.

 

Sjá yfirlýsingu á PDF skrá.