Grettisgötu 89
105 Reykjavik
Ísland

525-8330
sameyki@sameyki.is
6202690-3449

15. nóvember 2024

Stjórnvöld stuðli að félagslegum stöðugleika

Fulltrúar aðildarfélaga BSRB á sveitarfélagastiginu, Kjölur stéttarfélag, Starfsmannafélag Húsavíkur, Starfsmannafélag Suðurnesja, Starfsmannafélag Hafnarfjarðar, Starfsmannafélag Vestmannaeyja, Starfsmannafélag Mosfellsbæjar, Sameyki stéttarfélag í almannaþjónustu, Starfsmannafélag Kópavogs, FOSS og Starfsmannafélag Garðabæjar héldu fund sl. þriðjudag til hádegis á miðvikudag. Fundurinn fór fram í Kríusnesi við Elliðavatn.

Umræðuefni fundarins var samstarf félaganna um sameiginleg verkefni þeirra: Starfsmatið, erlent samstarf á norrænum vettvangi NTR (vettvangur sveitarfélaga á Norðurlöndunum), sjóði félaganna, fræðslukerfi eins og Starfsmennt og viðburðinn Sveitarfélag ársins. Einnig var rætt á fundinum um vinnutímann, mannauðssjóð og mannauðssetur ásamt bókanir í kjarasamningum ofl.

Þá sendi fundurinn frá sér ályktun með hvatningu til stjórnvalda um að stuðla að félagslegum stöðuleika í íslensku samfélagi ásamt kröfum um að opinber þjónusta verði styrkt og fjárfest verði í innviðum samfélagsins og skapa betri starfsskilyrði í almannaþjónustunni.

Hægt er að lesa ályktun Landsfundar stéttarfélaga sveitarfélaganna hér.