Grettisgötu 89
105 Reykjavik
Ísland

525-8330
sameyki@sameyki.is
6202690-3449

21. nóvember 2024

Tuð og síbylja hægri stjórnmálaafla um lækkun skatta og aðhald

Indriði H. Þorláksson, hagfræðingur og fyrrv. ríkisskattstjóri og Clara E. Mattei, prófessor í hagfræði og lektor við The New School for Social Research í New York.

Indriði H. Þorláksson, hagfræðingur og fyrrv. ríkisskattstjóri skrifar í nýjasta Tímarit Sameykis og rýnir í viðtal við Clöru E. Mattei um niðurskurðarstefnuna. Hann segir í grein sinni að margt í þróun þessara mála sem hún ræðir um í tímaritinu á síðustu árum styðji kenningar hennar.

„Einhliða niðurskurði hefur fyrst og fremst verið beitt af ríkisstjórnum flokka sem hafa hagsmuni fjármagns og fyrirtækja að leiðarljósi. Með niðurskurði opinberrar starfsemi verður umfang einkafyrirtækja meira, framboð á vinnuafli fyrir þau eykst og staða þeirra á vinnumarkaði verður sterkari. Hluti launa í VLF lækkar en hluti fjármagns vex.“

Þá segir Indriði að skilningur á hægri væng stjórnmálanna sé takmarkaður og þeir flokkar sem aðhyllast kapítalismann og niðurskurðarstefnuna virðist ekki setja í samhengi skatta og opinbera þjónustu.

„Þekking og skilningur margra stjórnmálamanna, einkum í flokkum á hægri væng stjórnmála, á þessari félagslegu og hagfræðilegu þróun er takmarkaður. Þeir virðast ekki skilja samhengi skatta og opinberrar þjónustu þegar þeir tuða síbylju sína um lækkun skatta og aðhald. Af ótta við upplýsta kjósendur sem krefjast betri þjónustu þora þeir ekki að nota hugtakið niðurskurður þótt inntakið sé hið sama.“

Hægt er að lesa grein Indriða H. Þorlákssonar hér.