22. nóvember 2024
Formaður BSRB: X við einstaklingshyggju eða samstöðu?
Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRB.
Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRB, segir í grein í Tímariti Sameykis að þeir stjórnmálaflokkar sem byggja á félagshyggju tali fyrir styrkingu almannaþjónustunnar og vilji skipta sameiginlegum verðmætum þjóðarinnar á borð við arðinum af auðlindunum með réttlátari hætti í þágu almennings og hætta að gefa breiðu bökunum afslátt af sínu framlagi til samfélagsins til að þjóðin geti aukið velferð.
„Stjórnmálaflokkarnir sem byggja hugmyndafræði sína á einstaklingshyggju leggja áherslu á niðurskurð, að ríkissjóður skuldi lítið, „að hleypa einkaframtakinu að“ eða auka einkavæðingu og „valfrelsi“, að selja ríkiseignir, að fækka þurfi ríkisstofnunum og vinda ofan af því sem þeir telja of mikla fjölgun starfsfólks ríkisins. Sumir segi einfaldlega báknið burt.
Þeir stjórnmálaflokkar sem byggja á félagshyggju tala fyrir styrkingu almannaþjónustunnar og vilja skipta sameiginlegum verðmætum okkar á borð við arðinn af auðlindunum með réttlátari hætti í þágu almennings og hætta að gefa breiðu bökunum afslátt af sínu framlagi til samfélagsins til að við getum aukið velferð. Þeir hafna frekari einkavæðingu hjúkrunarheimila, í heilbrigðisþjónustu og menntakerfinu enda sýnir fjöldi rannsókna að aukin einkavæðing eykur ójöfnuð og bitnar sérstaklega á þeim sem hafa lægri tekjur og íbúum landsbyggðarinnar.“
Lesa má greinina eftir Sonju Ýri Þorbergsdóttur, formanns BSRB hér.