28. nóvember 2024
Kjarasamningur við Rarik
![Kjarasamningur við Rarik - mynd](/library/Myndir/Frettamyndir/2024/RARIK_atvinna_myndabordi_1200x800_2018.jpg?proc=frontPage)
Kjarasamningur milli Sameykis stéttarfélags í almannaþjónustu og Samtaka atvinnulífsins vegna Rarik var undirritaður í dag. Kjarasamningurinn er til 4 ára með gildistíma frá 1. febrúar 2024 til 1. febrúar 2028.
Kynningafundur verður haldinn með fjarfundarbúnaði (Teams) mánudaginn 2. desember kl. 8:30. Tengill á kynningarfundinn verður sendur með tölvupósti til félagsfólks. Rafræn kosning um kjarasamninginn mun hefjast á sama tíma og stendur yfir til kl. 12:30 þann 4. desember.
Hægt er að kynna sér kjarasamninginn inn á Mínum síðum Sameykis.