28. nóvember 2024
Siðlaus einkavæðing gegn almannahagsmunum
Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRB, og Finnbjörn A. Hermannsson, forseti AS. Ljósmynd/BIG
Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRB, og Finnbjörn A. Hermannsson, forseti ASÍ, skrifa grein sem birtist á Vísi í morgun, Siðlaus einkavæðing gegn almannahagsmunum.
Þar segja þau að skýr vilji núverandi starfsstjórnarflokka sé að halda áfram á braut einkavæðingar í velferðarþjónustu. Að grunnhugsunin að baki markaðsvæðingar í heilbrigðis- og velferðarkerfinu er sú að tryggja peningaöflunum greiðan aðgang að ríkissjóði Íslendinga og sé siðlaus einkavæðing sem fari gegn almannahagsmunum.
Þá segja þau að Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, hafnaði fullkomlega viðvörunarorðum sænskra sérfræðinga um einkavæðingu í heilbrigðiskerfinu á sameiginlegum kosningafundi BSRB og ASÍ með forystufólki stjórnmálaflokkanna. Bjarni sagði á fundinum að Íslendingar þyrftu ekki á Svíum að halda til að leysa sín vandamál.
Þau líkja þessari afstöðu Bjarna Benediktssonar til frægra orða Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttir, þáverandi varaformanns Sjálfstæðisflokksins og núverandi formanns Viðreisnar, sem sagði að erlendir sérfræðingar um fjármál skyldu ekki „íslenska efnahagsundrið“ og þyrftu á endurmenntun að halda.
Bjarni og Þorgerður Katrín á kosningafundi BSRB og ASÍ.
„Þessi orð forsætisráðherrans enduróma afstöðu margra skoðanasystkina hans í aðdraganda fjármálahrunsins 2008 þegar því var m.a. haldið fram að þekktir sérfræðingar um fjármál og bankarekstur þyrftu á endurhæfingu að halda því þeir skildu ekki „íslenska efnahagsundrið“. Afleiðingar þess hroka sem forystufólk í íslenskum stjórnmálum sýndi af sér í aðdraganda hrunsins eru öllum kunnar. Við skulum minnast þess að þetta fólk, ásamt eigendum bankanna, kallaði gríðarlegan efnahagslegan og félagslegan skaða yfir samfélagið og neitaði síðan í fullkominni forherðingu að gangast við ábyrgð á eigin gjörðum.“
Lesa má greinina á Vísi hér.