2. desember 2024
Gleði á jólaballi Sameykis
Jólaball Sameykis var haldið í gær. Fullt var út úr dyrum og jólasveinar skemmtu sér með börnum og fullorðnum og gleðin skein úr hverju andliti. Dansað var í kringum jólatré og sungnir jólasöngvar. Veitingar og glaðningur var í boði Sameykis og félagsfólk fór glatt heim af jólaballinu.
Við hjá Sameyki þökkum fyrir skemmtilegt jólaball með félagsfólki og fjölskyldum þeirra.
Hægt er að skoða ljósmyndir frá jólaballinu í myndabanka Sameykis hér.