Grettisgötu 89
105 Reykjavik
Ísland

525-8330
sameyki@sameyki.is
6202690-3449

13. desember 2024

Jólin öskruð inn með súkkulaðimús

Haraldur Jónasson sér um mataruppskriftir í Stoppað í matargatið.

Haraldur Jónasson, blaðamaður, ljósmyndari, kennari og matgæðingur, hefur séð um að skrifa um mat og gefið góð ráð við ýmsa matseld í þættinum Stoppað í matargatið sem birtist reglulega í Tímariti Sameykis. Að þessu sinni gefur Hari okkur góð ráð um hvernig búin er til sjúklega góð súkkulaðimús með franskættaðri vanillusósu í eftirrétt á aðfangadag – eða bara hvenær sem er.

Hari skrifar: „Fátt er betra en að fela sig fyrir stórfjölskyldunni með smá súkkulaði til að seðja sárustu sætutönnina. Dökk súkkulaðimús með vanillukremi er svo næsta borð þar fyrir ofan. Best að borða í einrúmi – helst í myrku herbergi.

Súkkulaðimús er gjarnan flokkuð sem barnaeftirréttur. Þessi mús á þó meira skylt við súkkulaðisósu heldur en súkkulaðibúðing úr poka. Ofan á búðinginn er svo sett vanillukrem og ofan á það kemur svo piparkökumulningur. Svona rétt til að brjóta upp áferðina og öskra inn jólin.“

Sjá Stoppað í matargatið með súkkulaðimús Hara hér.