Grettisgötu 89
105 Reykjavik
Ísland

525-8330
sameyki@sameyki.is
6202690-3449

16. desember 2024

Páskaúthlutun orlofshúsa Sameykis á Tenerife og Alicante

Opnað verður fyrir páskaúthlutun á þremur orlofseignum Sameykis á Spáni 20. desember kl. 9:00 á Orlofshúsavef Sameykis.

Um er að ræða raðhús við Los Cristianos á Tenerife, íbúð í Quesada í Alicante og íbúð við ströndina Los Arenales í Alicante.

Umsóknartímabilið er 20. desember – 2. febrúar 2025. Úthlutun fer fram 4. febrúar 2025. Greiðslufrestur er til og með 11. febrúar 2025.

Úthlutað verður eftirfarandi tímabilum:
Tenerife: 10. apríl til 17. apríl og 17. apríl til 24. apríl. (fim -fim). Vikan kostar kr. 115.000.-
Alicante: 10. apríl til 17. apríl og 17. apríl til 24. apríl. (fim- fim). Vikan kostar kr. 90.000.-