17. desember 2024
Kjarasamningur undirritaður við Strætó bs.
Frá undirritun kjarasamningsins í dag.Pétur Karlsson, trúnaðarmaður Sameykis hjá Strætó bs., Ágústa Sigurðardóttir, trúnaðmaður Sameykis hjá Strætó bs., Jenný Þórunn Stefánsdóttir, lögfræðingur í kjaradeild Sameykis, Ingólfur Björgvin Jónsson, deildarstjóri kjaradeildar Sameykis, Margrét Sigurðardóttir og Bjarni Ómar Haraldsson frá Samband íslenskra sveitarfélaga fyrir hönd Strætó bs.
Kjarasamningur milli Sameykis stéttarfélags í almannaþjónustu og Samband íslenskra sveitarfélaga fyrir hönd Strætó bs. var undirritaður í dag. Kjarasamningurinn er til fjögurra ára með gildistíma frá 1. apríl 2024 til 31. mars 2028.
Kynningafundur verður haldinn með fjarfundarbúnaði (Teams) fimmtudaginn 19. desember kl. 13:00.
Tengill á kynningarfundinn verður sendur með tölvupósti til félagsfólks. Rafræn kosning um kjarasamninginn mun hefjast á sama tíma og stendur yfir til kl. 11:00 þann 23. desember.
Hægt verður að kynna sér kjarasamninginn inn á Mínum síðum Sameykis.