Grettisgötu 89
105 Reykjavik
Ísland

525-8330
sameyki@sameyki.is
6202690-3449

19. desember 2024

Formaður BSRB svarar „forréttindablindu strákunum í Viðskiptaráði“

Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRB.

Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRB, skrifar um „forréttindablindu strákana“ í Viðskiptaráði. Hún veltir fyrir sér hvað liggi að baki því að fara í herferð gegn launafólki sem starfar í opinberri grunnþjónustu – kvennastéttum sem búa við launamisrétti. Hún segir það furðulegt að forstjórar fyrirtækja standi í stafni fyrir áróðri um leið og þeir þiggja allt frá hálfum tug milljóna í laun á mánuði upp í 74 milljónir króna.

„Aðild að Viðskiptaráði eiga meðal annars fyrirtæki sem eru með tekjuhæstu forstjóra landsins í stafni og nokkrir þeirra sitja í stjórn Viðskiptaráðs. Forstjóri Kerecis, sem situr í stjórninni var með liðlega 74 milljónir í mánaðarlegar tekjur á síðasta ári samkvæmt úttekt Frjálsrar verslunar. Marel á aðild að Viðskiptaráði en forstjórinn þar var með 17,5 milljónir á mánuði á síðasta ári. Hagar og Festi eiga sömuleiðis aðild að Viðskiptaráði, forstjórar þeirra voru bæði með um 5,7 milljónir á mánuði, og forstjóri Festis situr í stjórn Viðskiptaráðs eins og forstjóri Icelandair en hann var með rétt tæpar fimm milljónir á mánuði á síðasta ári. Þau og fjöldi annarra fyrirtækja eru að fjármagna áróður gegn stórum kvennastéttum á opinberum markaði.“

Þá segir Sonja Ýr að flestir tækju það óstinnt upp ef einhver talaði fjálglega eins of „strákarnir í Viðskiptaráði“ gera, að skerða kjarasamningsbundin réttindi launafólks.

„Það myndu líklega flest taka það óstinnt upp ef einhver talaði fjálglega um að það mætti bara skerða kjarasamningsbundin eða lögbundin réttindi þeirra sí svona. Það brennur því enn á mér sú spurning af hverju fyrirtæki og félög í atvinnulífinu vilji skerða sjálfsögð réttindi og kjör kvennastétta á borð við sjúkraliða, hjúkrunarfræðinga, ljósmæðra, leikskólaliða, leikskólakennara, stuðningsfulltrúa í grunnskólum, grunnskólakennara og þeirra sem starfa við umönnun á hjúkrunarheimilum?“

Lesa má pistil Sonju Ýr Þorbergsdóttur hér.