Grettisgötu 89
105 Reykjavik
Ísland

525-8330
sameyki@sameyki.is
6202690-3449

13. febrúar 2025

Málþing Sameykis: Ávinningur tilfinningagreindar hjá stjórnendum

Hjördís Dröfn Vilhjálmsdóttir. Ljósmynd/BIG

Hjördís Dröfn Vilhjálmsdóttir, leiðtoga- og teymisþjálfi, flutti erindi á málþinginu í dag um tilfinningagreind og leiðtogaþjálfun og sagði að ávinningur tilfinningagreindar stjórnenda á vinnustöðum og hjá starfsfólki væri nauðsynlegur eiginleiki til að geta skapað jákvæð samskipti á vinnustaðnum.

„Leiðtogi og stjórnandi er ekki það sama. Leiðtoginn skapa framtíðarsýn og dregur vagninn í átt að jákvæðri vinnustaðamenningu. Stjórnandinn hugsar meira um ferla; skipulag, rekstur o.þ.h. Umhyggja fyrir fólki, gæta að það sé í frjóu umhverfi og hafi umboð til að hafa áhrif á starfsemina og þannig deila hlutverki leiðtoga/stjórnanda á vinnustaðnum er merki um góðan vinnustað. Ef leiðtogafærnin er meiri en stjórnandafærnin eykst helgun starfsfólk og afköst þess aukast. Skýr framtíðarsýn leiðtogans skiptir sköpum í þessu sambandi; að vinnustaðurinn verði spennandi og gefandi, því leiðtogahlutverkið vegur þyngra en stjórnandahlutverkið í sömu persónunni.

Hvað varðar tilfinningagreindina samanstendur hún af tilfinningavitund, sjálfsvirðing og sjálfsbirting. Tilfinningatjáning getur líka verið ómeðvituð tjáning; líkamstjáning, orðaval, tónn, málhraði, líkamsstaða. Þá er það umbreytingaleiðtoginn. Það sem einkennir hann eru fimm kostir; einlægni, hann. þjálfar og þroskar fólk, hefur framtíðarsýn og veitir innblástur, stuðlar að nýsköpun og ástundar hvatvísisstjórnun.“

Þá sagði Hjördís að lokum að mikilvægt væri að hlusta ekki bara og bíða eftir að komast að heldur heyra líka hvað annað fólk er að segja. Þess vegna er gott að þegar verið er að leysa vandamál eða skoða lausnir á fundum skal heyra innlegg frá öllum áður en fólk kemur með þitt innlegg.

„Spyrðu opinna spurninga og gættu þess að þær séu ekki leiðandi,“ sagði Hjördís Dröfn Vilhjálmsdóttir að lokum.