13. febrúar 2025
Málþing Sameykis: Jákvæð vinnustaðamenning

Í dag heldur Sameyki í tengslum við Stofnun ársins sem fer fram síðdegis, málþing sem ber yfirskriftina Jákvæð vinnustaðamenning. Á málþinginu verður fjallað um mannauðsmál og menningu á vinnustöðum opinberra starfsmanna.
Frummælendur á málþinginu verða Auðunn Gunnar Eiríksson, stjórnenda- og vinnustaðaráðgjafi, fjallar um vinnustaðamenningu.
Hjördís Dröfn Vilhjálmsdóttir, leiðtoga- og teymisþjálfi með ACC vottun og vottaður tilfinningagreindarþjálfi, og ræðir hún um samband stjórnanda- og leiðtogafærni með áherslu á tilfinningagreind og hvernig hún tengist leiðtogafærninni.
Tómas Bjarnason, doktor í félagsfræði og sviðsstjóri hjá stjórnendaráðgjöf Gallup, fjallar um mannasuðkönnunina sem Gallup framkvæmir fyrir Stofnun ársins. Hann ræðir um EKKO hluta könnunarinnar og tengslin milli EKKO spurninganna og þáttanna níu sem eru mældir í Stofnun ársins.
Kristrún Anna Konráðsdóttir, ACTC vottaður teymisþjálfi, fjallar um rannsóknir sem sýna tengslin á milli sálræns öryggis og EKKO og skoðar hvernig örugg teymi á vinnustöðum eru betur í stakk búin til að taka á erfiðum málum án tafar.
Þórkatla Aðalsteinsdóttir, sálfræðingur, í erindi sínu fjallar Þórkatla um hvernig unnið er úr málum þolenda og gerenda ef upp kemur einelti, kynbundið eða kynferðislegt ofbeldi á vinnustað.
Málþingið hefst kl. 14:00 og er í beinu streymi frá Hilton Reykjavík Nordica.
Dagskrá málþingsins Jákvæð vinnustaðamenning
Kl. 14:00 Setning málþings - Sirrý Arnardóttir
Kl. 14:05 Vinnustaðamenning - Auðunn Gunnar Eiríksson
Kl. 14:25 Ávinningur tilfinningagreindar í samskiptum - Hjördís Dröfn Vilhjálmsdóttir
Kl. 14:50 Kaffihlé
Kl. 15:05 Niðurstöður könnunar - EKKO - Tómas Bjarnason
Kl. 15:15 Örugg teymi - öflug forvörn - Kristrún Anna Konráðsdóttir
Kl. 15:35 Einelti, kynbundið og kynferðislegt ofbeldi - Þórkatla Aðalsteinsdóttir
Kl. 16:00 Málþingsgestir spurðir: Hvað tekur þú með þér frá þessu málþingi?
Kl. 16:10 Samantekt - Sirrý Arnardóttir
Málþingsstjóri
Sirrý Arnardóttir, stjórnendaþjálfari og fjölmiðlakona.