Grettisgötu 89
105 Reykjavik
Ísland

525-8330
sameyki@sameyki.is
6202690-3449

13. febrúar 2025

Málþing Sameykis: „EKKO málin eru stóru málin“

Tómas Bjarnason, doktor í félagsfræði og sviðsstjóri hjá stjórnendaráðgjöf Gallup. Ljósmynd/BIG

EKKO er skammstöfun fyrir einelti, kynbundna áreitni, kynferðislega áreitni og ofbeldi. Vinnustaðir þurfa að hafa slíka áætlun til að bregðast við þessum þáttum sem geta komið upp á vinnustöðum. Tómas Bjarnason, doktor í félagsfræði og sviðsstjóri hjá stjórnendaráðgjöf Gallup, fjallaði um hluta könnunarinnar Stofnun ársins sem snýr að EKKO.

„Einelti er síendurtekin hegðun sem almennt er til þess fallin að valda vanlíðan hjá þeim sem fyrir henni verður, svo sem að gera lítið úr, móðga, særa eða ógna viðkomandi eða að valda honum ótta. Skoðanaágreiningur eða ágreiningur vegna ólíkra hagsmuna fellur ekki hér undir. Einelti mælist 6 prósent í könnuninni, kynferðisleg áreitni 3 prósent og eykst lítillega frá síðustu könnun. Það sama á við um kynbundna áreitni sem mælist 3 prósent á opinberum vinnumarkaði. Ofbeldi á vinnustað mælist 7 prósent. Fólk sem verður fyrir einelti er allskonar. Í könnuninni kemur fram að karlar verða oftar fyrir einelti á vinnustað og mælist 6,7 prósent en konur sem verða fyrir ofbeldi eru þar skammt undan og mælist 6,2 prósent. Í heild verða 6 prósent allra fyrir einelti á vinnustað en 24 prósent mælast karlar sem ekki svöruðu könnuninni á öðru tungumáli en íslensku og vinna vaktavinnu.

Tómast sagði að hins vegar séu það konur sem verða frekar fyrir kynferðislegri áreitni eðli málsins samkvæmt. Þá sagði hann að 21 prósent kvenna yngri en 40 ára hafa orðið fyrir kynferðislegri áreitni og starfa við löggæslu, hjá dómstólum og í fangelsum.

„Hvað varðar gerendur kynferðislegrar áreitni samkvæmt könnuninni, er algengt að fólk segi að atburðurinn hafi haft veruleg eða mikil neikvæð áhrif á sig eða um 60 prósent. Ef gerandinn sé viðskiptavinur kemur fram að fátítt sé að fólk segi að atburðurinn hafi haft veruleg neikvæð áhrif eða um 31 prósent svarenda. Þegar um stjórnendur er að ræða sem beita slíku ofbeldi er algengt að fólk segi að atburðurinn hafi haft veruleg eða mikil neikvæð áhrif eða 48 prósent. Ef sá sem beitir þannig ofbeldi er viðskiptavinur eða notandi kom fram að fátítt sé að fólk segi atburðinn hafi haft veruleg neikvæð áhrif eða 10 prósent. Það er því auglóst að áhrifin af kynferðislegri áreitni og ofbeldi á vinnustað eru meiri á þolendur ef gerandinn er stjórnandi.“



Þá sagði Tómas að samkvæmt könnuninn hafa 44 prósent þeirra sem hafa orðið fyrir einelti, EKKO, tilkynnt um það, 37 prósent þeirra sem beitt voru kynferðislegri áreitni tilkynntu um það, þau sem urðu fyrir kynbundinni áreitni og tilkynntu voru 28 prósent og 64 prósent þeirra sem urðu fyrir ofbeldi á vinnustað tilkynntu um það.


  • Fréttamyd
  • Fréttamyd
  • Fréttamyd
  • Fréttamyd
  • Fréttamyd