Grettisgötu 89
105 Reykjavik
Ísland

525-8330
sameyki@sameyki.is
6202690-3449

18. febrúar 2025

EKKO: Vinnuveitandi ber ábyrgð á að tryggja öruggt vinnuumhverfi

Jenný Stefánsdóttir, lögfræðingur hjá Sameyki. Samsett mynd/Sameyki

Jenný Stefánsdóttir, lögfræðingur hjá Sameyki, segir í grein um EKKO-mál að kynferðisleg áreitni, kynbundin áreitni og ofbeldi á vinnustöðum sé alvarlegt vandamál sem kann að hafa djúpstæðar afleiðingar á fólk sem fyrir því verður. Hún segir að slíkt getur haft í för með sér samfélagslegan kostnað, m.a. vegna veikinda, langtímaveikinda, sjúkrakostnaðar og í alvarlegri tilvikum leitt til örorku starfsfólks.

Jenný segir að vinnuveitandi ber lagalega, faglega og siðferðislega ábyrgð á að tryggja öruggt vinnuumhverfi.

„Á vinnuveitanda hvíla ýmsar lagalegar skyldur. Samkvæmt íslenskum lögum, m.a. lögum nr. 46/1980 er vinnuveitanda skylt að tryggja öruggt og heilbrigt vinnuumhverfi. Þá er líka fjallað um í jafnréttislögum að atvinnurekendur stofnana, félagasamtaka og íþrótta- og æskulýðsfélaga geri sérstakar ráðstafanir til að koma í veg fyrir að starfsfólk verði fyrir kynbundnu ofbeldi, kynbundinni áreitni eða kynferðislegri áreitni á vinnustað,“ skrifar hún í grein sinni.

Þá segir Jenný að það sé ekki síst mikilvægt að gætt sé að mannlega þættinum óháð öllum lagalegum skyldum.

„Það þarf að vera til staðar umgjörð sem grípur þolanda sem orðið hefur fyrir alvarlegu broti. Það er gríðarlega mikilvægt að ferlið sé mannlegt, að ferlið og málsmeðferðin séu með þeim hætti að vanlíðan og afleiðingar brota verði ekki verri vegna málsmeðferðarinnar og eftir atvikum viðbrögðum vinnuveitanda.“

Lesa má grein Jennýjar hér.