19. febrúar 2025
Fræðslufundur um lífeyrismál

Fræðslufundur um lífeyrismál verður haldinn í félagamiðstöðinni á Grettisgötu 89 miðvikudaginn 26. febrúar frá kl. 13:00 til 15:00
Fræðslufundur um lífeyrismál verður haldinn í félagamiðstöðinni í BSRB-húsinu á Grettisgötu 89 miðvikudaginn 26. febrúar frá kl. 13:00 til 15:00. Á fundinum verður fjallað um hvernig lífeyrissjóðakerfið virkar ásamt helstu breytingum sem orðið hafa á lífeyrissjóðum opinberra starfsmanna frá árinu 2017. Þá verður fjallað um skerðingu á framtíðar ávinnslu lífeyrisréttinda í A-deildum lífeyrissjóðanna.
Fyrirlesarar:
Þórey S. Þórðardóttir frá Landssambandi lífeyrissjóða
Þóra Jónsdóttir frá Brú lífeyrissjóði og LSR lífeyrissjóði
Fundarstjóri:
Árni Stefán Jónsson, fyrrv. formaður Saameykis
Nánari dagskrá og skráningu má finna á vef Sameykis undir viðburðir hjá Lífeyrisdeild Sameykis, sjá hér.