19. febrúar 2025
Gjafabréf Icelandair aftur fáanleg hjá Sameyki

Félagsfólk getur keypt allt að 5 Icelandair gjafabréf á almanaksárinu
Um áramótin lækkaði Icelandair afslátt sem flugfélagið veitir stéttarfélögum við sölu gjafabréfa Icelandair. Á fundi stjórnar Sameykis var ákveðið að hækka verð gjafabréfs Icelandair vegna þessa um eitt þúsund krónur, úr kr. 21.500 í kr. 22.500.
Félagsfólki Sameykis stendur til boða að kaupa gjafabréf Icelandair sem gildir sem inneign að upphæð kr. 30.000. Hægt er að kaupa allt að 5 gjafabréf á almanaksárinu. Gjafabréfið kostar nú kr. 22.500 til félagsfólks og er selt í gegnum Orlofshúsavef Sameykis.
Sameyki er endursöluaðili gjafabréfa Icelandair og er gildistími þeirra fimm ár frá kaupum. Hægt er að fá nánari upplýsingar um gildistíma á vef Icelandair. Vakin er athygli á að ekki er hægt að skila gjafabréfum Icelandair eftir að gengið hefur verið frá kaupum.
Eftir sameiningu Air Iceland Connect og Icelandair undir merkjum Icelandair gilda nú gjafabréfin bæði innanlands og utanlands, sjá nánari skilmála hér. Þegar áætlunarflug er keypt hjá Icelandair slær félagsmaður inn kóða gjafabréfs við pöntun á flugi á vef Icelandair.